Skip to main content

Útigeymslur

Sólpallur með heitum potti bekk og útigeymslu

Á þessum sólpalli hefur verið hugsað fyrir öllum smáatriðum bæði hvað útlit og þægindi varðar. Heitur pottur er í einu horninu sem skapar gott rými og skjól í horninu á móti.

Þar myndast pláss fyrir bekki, blómabeð og blómaker. Bekkir hafa hagnýtt notagildi bæði sem sæti ef ekki er mikið pláss á pallinum. Þeir eru ekki síður nothæfir fyrir potta og luktir og aðra skrautmuni sem tilheyra sólpöllum.

Geymsla á palli hefur mikla kosti í för með sér og skjólveggur í kring veitir síðan gott skjól fyrir veðrum og vindum.

Í geymslunni er hægt að fela það sem ekki er í notkun á pallinum þannig að allt sé í röð og reglu.

Hægt er að geyma þar öll garðáhöld, sláttuvél og garðhúsgögn sem þurfa að vera innanhúss yfir vetrartímann.