Skip to main content

Sólskálar

Sólpallur og íbúðarhús tengd með fallegum sólskála

Sólpallur þar sem er sólskáli skapar skemmtilega stemningu og eykur jafnframt notagildi garðsins.

Á sumrin nýtist hann ekki síður vel á köldum sumardögum. Þá er hægt að opna út sem eykur mjög notkun garðsins, grilla úti og borða inni í sólskálanum.

Á þessum palli eru upphækkuð útiker sem skapa suðræna stemningu. Þar er hægt að koma fyrir lágum trjágróðri eða fallegum sumar- eða vetrarblómum.

Á veturna er ekkert notalegra en að sitja inni við kertaljós og horfa á fallegan vel upplýstan garðinn.

Lýsing er í kerunum sem veitir öryggi og skapar jafnframt skemmtilegt andrúmsloft inni sem úti. Borðið og stólarnir fá rými í skjóli við sólskála og útvegg hússins. Gróðurinn myndar auk þess skjól og hlýju og fullkomnar heildarútlit garðsins.