Skip to main content

Parketlögn

Þegar kemur að parketlögn, þá borgar sig að láta fagmenn sjá um verkið

Tökum að okkur að leggja allar tegundir af parketi: plast, fljótandi eða gegnheilt parket. Parketlögn og frágangur er vandmeðfarin og krefst sérfræðiþekkingar svo útkoman verði sem best.

Parket er hægt að leggja fljótandi á gólfið, líma það niður og jafnvel leggja á grind eins og gjarnan er gert í íþróttahúsum. Það er algengast að fólk velji fljótandi parket, þó niðurlímt, gegnheilt parket sé alltaf vinsælt.

Þegar við límum niður parket, athugum við vel hvort gólfflöturinn sé tilbúinn og tilbúinn fyrir parketlögn. Gólfflöturinn skal vera hreinn og með réttu rakastigi.

Parketlagnir, parketslípun og viðhald, við gerum þetta allt og meira til. Getum einnig séð um sólpallaslípun og allt það sem viðkemur sólpöllum. Höfum unnið við parketlögn í fjöldamörg ár og getum endurnýjað parketið hjá þér eða lagt nýtt parket á nýja húsið, allt eftir þörfum.

Undirlagið skiptir miklu máli og borgar sig að kaupa þykkt og vandað undirlag, sérstaklega í fjölbýlishúsum til að koma í veg fyrir hávaða. Það glymur yfirleitt meira í harðparketi en öðru viðarparketi og mikilvægt að hafa í huga að ekki er allt undirlag sem hljóðeinangrar bæði upp og niður.

Við parketlögn skiptir því miklu máli að undirlagið og grunnvinnan sé sem best. Athugið að í nýjum húsum má aðeins leggja parket þegar minnst tveir mánuðir eru liðnir frá því búið er tengja setja hita á húsið til að rakinn sé í lágmarki.

Hafðu samband og fáðu tilboð í Parketlögn!