Skip to main content

Hellulagnir

Hellulögn er góð lausn fyrir bílaplön, verandir, tröppur og sem göngustígar

Við bjóðum upp á hellulagnir af öllum stærðum og gerðum, endalausir möguleikar í mynstri, litum og áferð. Veitum ráðgjöf um hvernig best er að helluleggja og helluleggjum eftir teikningum arkitekta.

Hellulagnir geta verið mikil prýði og þær eru góð lausn þegar kemur að því að gera garðinn fallegan og nýtilegan.

Við höfum áralanga reynslu af ýmiskonar hellulögnum og hleðslum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Erum þaulvanir hellulagningamenn og vitum að undirbúningurinn skiptir öllu máli svo hellulögnin verði falleg.

Notum hellur í hæsta gæðaflokki og erum í samstarfi við framleiðendur hérlendis. Ráðleggjum fólki um val á hellum og hjálpum til með útfærslu á hellulögn sé þess óskað og tökum einnig að okkur að lagfæra eldri hellulögn.

Snjóbræðslukerfi eru mjög vinsæl undir hellulagnir og við getum mælt með góðum pípurum í þann hluta verkefnisins.

Hafðu samband og fáðu tilboð!