Skip to main content

Þökulagnir

Tökum að okkur þökulagnir – venjulegar túnþökur og mosaþökur

Viltu þökuleggja garðinn eða við bústaðinn? Við sjáum um að koma þökum á svæðið, græjum sand og mold og all sem þarf til að undirlagið verði gott. Leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð svo að þökurnar grói rétt saman og líti vel út að verki loknu.

Við undirbúum jarðveginn, sléttum svæðið notum áburð ef þarf. Þegar þökur eru lagðar á brekkur festum við þær niður með trénöglum eða pinnum sem auðvelt er að fjarlægja.

Tökum einnig að okkur þökulagnir á svæði þar sem vinnuvélar eða eitur hafa skemmt grasið og gerum allt fínt og flott með fallegu grænu grasi.

Mikilvægt er að velja gott torf sem hefur verið ræktað í næringarríkum jarðvegi og ekki síður mikilvægt þegar á að þökuleggja að fræblandan sem torfið inniheldur henti þeim aðstæðum þar sem á að leggja torfið.

Hafðu samband og fáðu tilboð í þökulagningu!