Skip to main content

Heitir pottar

Notalegur lítill sólpallur á tveimur hæðum

Heitum pottum í görðum hefur fjölgað á undanförnum árum. Þegar pallar eru litlir skiptir miklu máli að hvert rými sé vel úthugsað. Huga þarf vel að staðsetningu og umhverfi pottsins.

Þessi pallur er á tveimur hæðum og hafa tröppur verið smíðaðar á snyrtilegan hátt upp á efri pallinn til þess að auka rýmið umhverfis pottinn.

Rýmið umhverfis pottinn er t.d. hægt að nota fyrir glös og diska þegar hann er í notkun.

Tröppur geta einnig nýst fyrir blómapotta og luktir sem gerir umhverfið mun hlýlegra við pottinn. Á efri pallinum skapast rými fyrir borð og stóla. Lár veggur á milli palla nýtist vel sem sæti eða fyrir aðra skrautmuni sem eykur notagildi pallsins.

Þegar sólpallar eru ekki stórir eins og í þessu tilfelli er mikið atriði að fella pottinn inn í umhverfið til þess að skapa rými.