Steinbekkir
Hleðsla og hellulagnir í görðum hafa aukist til muna á undanförnum árum
Bekkur sem nær morgunsól – harður steinn og fallegur viður mynda andstæður
Í þessum fallega garði er þessi bekkur með harðviðarsetu ómissandi. Harðviður bekkjarins veitir hlýlegt mótsvar við kalda steinsteypuna sem er í stétt og hleðslu.
Samspil gróðursins skiptir þar einnig máli til að ná fram fullkomnu heildarútliti.
Ekki má heldur gleyma notagildi bekkjarins en á blíðviðrisdegi er ekkert notalegra en að sitja í fallegu umhverfi og njóta útsýnisins og veðurblíðunnar
Hleðsla og hellulagnir í görðum hafa aukist til muna á undanförnum árum og til að ná fram réttri stemningu þá gerir viðurinn í bekknum mikið fyrir heildarútlit garðsins.
Harðviður eins og eik og mahoní skapa óvenjulegri áferð og meiri dýpt og eru auk þess endingarbetri heldur en fura. Það er hins vegar auðvelt að lita furu og viðartegundir eins og greni og lerki sem teljast til mýkri viðartegunda.