Skip to main content

Sólpallar

Sólpallur útfærður í halla með heitum potti og bekkjum til að setjast á

Smíðum sólpalla fyrir allar aðstæður og af öllum stærðum og gerðum. Sólpallur stækkar gerðinn og getur breytt garð í paradís.

Þegar verið er að útfæra nýjan garð getur sólpallur verið einn vænlegasti kosturinn. Þó tré sé aðeins eitt af þeim mörgu yfirborðsefnum sem notuð eru í garða gera fjölbreyttir eiginleikar þess sólpall að freistandi kosti þegar útbúa á verönd.

Sólpallar fljótir að þorna

Það er auðvelt að vinna timbrið og sólpallar eru fljótir að þorna eftir rigningar. Það eru til ótal útfærslur viða að koma heitum potti haganlega fyrir á sólpalli. Það má hækka hann upp og koma fyrir þægilegum bekkjum til að setjast á.