Skip to main content

Skjólveggir

Skjólveggir skýla gróðri fyrir veðrum og vindum eða ágangi manna og dýra

Góður skjólveggur skiptir miklu máli í íbúðahverfum þar sem þröngt er á milli húsa.

Þeir mynda einnig gott skjól og öryggi ef lítil börn og gæludýr eru á heimilinu. Ef húsabyggð er mjög þétt eru skjólveggir einnig vörn fyrir árvökulum augum nágranna og gangandi fólks. Ef hávaði er mikill skiptir hæð, þéttleiki og samfella girðingar miklu máli.

Oft eru skjólveggir staðsettir við, lóðamörk, umferðargötur eða göngustíga

Milliskjólveggir á pöllum veita aukna möguleika, þ.e. skapa rými fyrir borð og stóla og/eða sólbaðsaðstöðu. Umhverfið verður fyrir vikið enn skjólsælla og fallegra. Á þessum palli eru blómaker meðfram girðingu til þess að brjóta upp einsleitt útlit.

Blómaker hafa einnig hagnýtt notagildi því hægt er að koma skemmtilegri lýsingu fyrir á milli blóma og trjágróðurs